Jafnrétti mest á Íslandi

Jafn­rétti er mest á Íslandi sam­kvæmt nýrri skýrslu World Economic For­um. Ísland hef­ur skipað fyrsta sæti list­ans und­an­far­in ár.

Finn­land er í öðru sæti og Nor­eg­ur í því þriðja. Í fyrra var Nor­eg­ur í öðru sæti list­ans en Finn­land í því þriðja.

Sví­ar eru í fjórða sæti líkt og í fyrra en Írar skipa fimmta sætið.

Þetta er í sjö­unda sinn sem Alþjóðaefna­hags­ráðið (World Economic For­um) gef­ur út skýrslu um stöðu kynja­jafn­rétt­is í heim­in­um og fjórða árið í röð sem Ísland skip­ar sér í efsta sæti þeirr­ar út­tekt­ar. Lagt er mat á stöðuna á fjór­um sviðum, þ.e. út frá aðgengi að heil­brigðisþjón­ustu, aðgengi að mennt­un, þátt­töku í stjórn­mál­um og efna­hags­legri stöðu þar sem horft er til at­vinnuþátt­töku, launa­jafn­rétt­is, heild­ar­at­vinnu­tekna og hlut­falls kynja meðal stjórn­enda og sér­fræðinga.

Í des­em­ber 2011 skipaði vel­ferðarráðherra fram­kvæmda­nefnd um launa­jafn­rétti kynj­anna sem meðal ann­ars var falið að sam­hæfa aðgerðir til að draga úr launam­is­rétti kynja og vinna að gerð tíma­settr­ar aðgerðaáætl­un­ar í því skyni, auk þess að ljúka við gerð jafn­launastaðals. Var þetta gert í sam­ræmi við sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs.

Aðgerðaáætl­un um launa­jafn­rétti kynj­anna er nú til­bú­in og var hún samþykkt á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar 28. sept­em­ber síðastliðinn. Í áætl­un­inni eru lögð til sautján verk­efni sem öll­um er ætlað að stuðla að launa­jafn­rétti kynj­anna á ís­lensk­um vinnu­markaði og snúa jafnt að rík­inu sem at­vinnu­rek­anda og sam­fé­lag­inu í heild, seg­ir í til­kynn­ingu frá vel­ferðarráðuneyt­inu en síðdeg­is í dag mun Guðbjart­ur Hann­es­son, vel­ferðarráðherra, kynna áætl­un­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert