N1 hefur ákveðið að lækka verð á bensíni um þrjár krónur og eins hefur Orkan go Atlantsolía lækkað verð á bensíni. Hins vegar er verð á dísilolíu miklu hærra en á bensíni og skýrist það af kólnandi veðri og um leið aukinni húshitun víða um heim.
Lítrinn af bensíni kostar nú 251,40 krónur hjá Orkunni en 251,70 krónur hjá N1. Aftur á móti kostar lítrinn af dísil 260,40 krónur þar sem hann er ódýrastur og verðmunurinn því 9 krónur á milli bensíns og dísil.
Hjá Atlantsolíu kostar nú lítrinn af bensíni 251,4 krónur.
Að sögn Magnúsar Ásgeirssonar, innkaupastjóra eldsneytis hjá N1, skýrir lækkað heimsmarkaðsverð á bensíni verðlækkunina nú á sama tíma og heimsmarkaðsverð á dísil helst áfram hátt.