Þingið ræði svarta vinnu og skattundanskot

Skúli Helgason (annar frá vinstri) á Alþingi.
Skúli Helgason (annar frá vinstri) á Alþingi. mbl.is/Golli

Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir því að fjallað verði svarta atvinnustarfsemi og skattundanskot í efnahags- og viðskiptanefnd við fyrsta tækifæri í framhaldi af vísbendingum um að slík starfsemi færist í vöxt. 

„Fram hafa komið upplýsingar m.a.  frá embætti Ríkisskattstjóra að svört atvinnustarfsemi fari vaxandi í tilteknum greinum s.s. ferðaþjónustu og byggingariðnaði og þess séu dæmi að einstaklingar stundi svarta vinnu en séu jafnframt á atvinnuleysisbótum. Óskað er eftir því að á fundinn komi Ríkisskattstjóri, Skattrannsóknarstjóri, Tollstjóri og fulltrúar fra Vinnumálastofnun, fjármála- og efnahagsráðuneyti og velferðarráðuneyti,“ segir í tilkynningu frá Skúla, sem á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert