Þingið ræði svarta vinnu og skattundanskot

Skúli Helgason (annar frá vinstri) á Alþingi.
Skúli Helgason (annar frá vinstri) á Alþingi. mbl.is/Golli

Skúli Helga­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hef­ur óskað eft­ir því að fjallað verði svarta at­vinnu­starf­semi og skattund­an­skot í efna­hags- og viðskipta­nefnd við fyrsta tæki­færi í fram­haldi af vís­bend­ing­um um að slík starf­semi fær­ist í vöxt. 

„Fram hafa komið upp­lýs­ing­ar m.a.  frá embætti Rík­is­skatt­stjóra að svört at­vinnu­starf­semi fari vax­andi í til­tekn­um grein­um s.s. ferðaþjón­ustu og bygg­ing­ariðnaði og þess séu dæmi að ein­stak­ling­ar stundi svarta vinnu en séu jafn­framt á at­vinnu­leys­is­bót­um. Óskað er eft­ir því að á fund­inn komi Rík­is­skatt­stjóri, Skatt­rann­sókn­ar­stjóri, Toll­stjóri og full­trú­ar fra Vinnu­mála­stofn­un, fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyti og vel­ferðarráðuneyti,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Skúla, sem á sæti í efna­hags- og viðskipta­nefnd Alþing­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert