Tilkynnt reglulega um rottur

Rotta á Laugavegi.
Rotta á Laugavegi. mbl.is/Arnaldur

Meindýravarnir Reykjavíkurborgar fá reglulega tilkynningar frá fólki sem verður vart við rottur í borgarlandinu.

Guðmundur Björnsson rekstrarstjóri segir engan faraldur í gangi og tilkynningar komi yfirleitt í tengslum við bilanir á lögnum eða framkvæmdir eins og húsrif og viðhald.

Hann segir brögð vera að því að verktakar trassi að ganga tryggilega frá lögnum í húsgrunnum. Sé það ekki gert séu rotturnar fljótar að skjóta upp kollinum. Guðmundur segir engin svæði borgarinnar skera sig úr hvað þetta varðar. Rotturnar lifi góðu lífi í holræsakerfi borgarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert