Fengu húmanistaviðurkenningu Siðmenntar

Samtökin Liðsmenn Jerico sem eru landssamtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda og þeir Viðar Freyr Guðmundsson og Gunnar Halldór Magnússon Diego sem hafa staðið að gerð heimildarþátta um einelti, fengu í dag húmanistaviðurkenningu Siðmenntar.

 Einnig var úthlutað Fræðslu- og vísindaviðurkenningu Siðmenntar. Hana hlaut að þessu sinni Örnólfur Thorlacius en hann hefur verið brautryðjandi við miðlun vísindamiðlunar í sjónvarpi, dagblöðum, bókum og tímaritum, segir í fréttatilkynningu.

 Þeir sem hafa fengið þá viðurkenningu á undanförnum árum eru Pétur Tyrfingsson  sálfræðingur, Orri Harðarson, Ari Trausti Guðmundsson og á síðasta ári hlutu þau  Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn. 

Eftirtaldir aðilar hafa fengið húmanistaviðurkenninguna hingað til: Samtökin 78, Ragnar Aðalsteinsson, Tatjana Latinovic, Rauði kross Íslands, Alþjóðahús, Hörður Torfason og Páll Óskar Hjálmtýsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka