Þjóðverjarnir sem festu bíl sinni á Sprengisandsleið hugleiddu að ganga 14 km leið í Nýjadal, en þau héldu að þar væri enn opið. Þau voru með 7 og 9 ára gömul börn með sér.
Björgunarsveitin Dagrenning frá Hvolsvelli sótti í fyrrinótt Kia Sportage-smábíl sem sat fastur í skafli á Sprengisandsleið, um 80 km fyrir innan vegalokun. Hann var dreginn tvisvar úr skafli og sendur sömu leið til baka.
Í bílnum var þýskt ferðafólk, þrír fullorðnir og 7 og 9 ára börn, að því er fram kemur í frétt frá Landsbjörg. Fólkið sagðist hafa séð á netinu að vegurinn væri fær í október. Eftir að bíllinn festist í skaflinum hugleiddi fólkið að ganga 14 km leið í Nýjadal og gista, þar sem þau héldu að enn væri opið.
Björgunarsveitin ók á eftir fólkinu niður að Vatnsfelli.