Íbúðir verði of dýrar fyrir ungt fólk

Nýbyggingar í Lundi í Kópavogi. Dýrt er að byggja.
Nýbyggingar í Lundi í Kópavogi. Dýrt er að byggja. mbl.is/Kristinn

„Það er skortur á íbúðum fyrir svokallaða fyrstuíbúðarkaupendur. Við verðum að gera eitthvað róttækt til að koma hlutum í gang. Það þarf að milda gildistöku reglugerðarinnar. Þetta gerir kaupendum sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð erfitt fyrir. Kostnaður við lán og íbúðaverð hækkar ella upp úr öllu valdi.“

Þetta segir Friðrik Á. Ólafsson, forstöðumaður hjá Samtökum iðnaðarins, í Morgunblaðinu í dag um áhrif nýrrar byggingarreglugerðar sem tók í gildi í janúar á þessu ári.

Kurr er meðal hagsmunaaðila í byggingargeiranum sem óttast að kröfurnar leiði til þess að nýtt húsnæði verði of dýrt í byggingu fyrir markaðinn þannig að áfram verði lítið byggt. Gera hagsmunaaðilar því kröfu um að undanþága frá reglugerðinni verði framlengd um ár en hún á að falla úr gildi um áramótin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert