Kallar Íslendinga og Færeyinga ræningjaþjóðir

Struan Stevenson, þingmaður á Evrópuþinginu fyrir Skotland.
Struan Stevenson, þingmaður á Evrópuþinginu fyrir Skotland.

„Kom­inn tími fyr­ir harðar refsiaðgerðir gegn Íslandi og Fær­eyj­um í mak­ríl­stríðinu eft­ir að viðræðunum lauk í London í gær án niður­stöðu. Þess­ar tvær ræn­ingjaþjóðir munu gjör­eyða mak­ríl­stofn­in­um vegna græðgi sinn­ar,“ seg­ir skoski Evr­ópuþingmaður­inn Stru­an Steven­son á Face­book-síðu sinni í dag.

Eins og mbl.is hef­ur fjallað um lauk viðræðum strand­ríkja í London í gær án þess að sam­komu­lag næðist um skipt­ingu mak­ríl­stofns­ins. Laga­setn­ing hef­ur nú tekið gildi inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins sem heim­il­ar því að grípa til refsiaðgerða gegn ríkj­um sem sam­bandið tel­ur stunda ósjálf­bær­ar veiðar á stofn­um sem þau deila með því.

Óvíst er hvort gripið verði til slíkra refsiaðgerða gegn Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um en því hef­ur hins veg­ar ít­rekað verið hótað að til þess gæti komið bæði af hálfu Evr­ópu­sam­bands­ins sjálfs og full­trúa ein­stakra ríkja inn­an þess og hags­munaaðila í sjáv­ar­út­vegi í lönd­um eins og Skotlandi og Írlandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka