Félag skipstjórnarmanna lýsir yfir vanþóknun sinni á kauprétti lykilstjórnenda Eimskipafélags Íslands. Félagið skorar á lífeyrissjóði að sniðganga útboðið með sama hætti og lífeyrissjóðurinn Gildi hefur lýst yfir að hann hyggist gera.
Þetta segir í tilkynningu frá Félagi skipstjórnarmanna.
Þar segir að eðlilegt sé að Gildi hafi ákveðið að sniðganga útboðið þar sem stór hluti starfsmanna Eimskips séu þar sjóðsfélagar.