Orkuveita Reykjavíkur segir að samanburður á kostnaði heimila við veituþjónustu og á orkuverði í höfuðborgum Norðurlanda leiðii í ljós að árleg útgjöld þriggja manna fjölskyldu, miðað við algenga notkun hér á landi, séu langlægst í Reykjavík. Heildarkostnaðurinn nemi um 218.000 kr. á ári.
Næst komi Helsinki með liðlega tvöfalt meiri kostnað og þá Osló og Stokkhólmur með um þrefaldan orku- og veitukostnað. Kaupmannahöfn skeri sig úr en kostnaðurinn við þennan þátt heimilisrekstursins nálgist það að vera ferfaldur miðað við Reykjavík.
Þetta megi sjá í töflunni hér fyrir neðan.
Reykjavík |
Kaupm.höfn |
Stokkhólmur |
Osló |
Helsinki |
|
Rafmagn |
76.170 |
234.812 |
137.491 |
109.723 |
110.363 |
Húshitun |
76.375 |
346.228 |
439.680 |
344.151 |
273.372 |
Kalt vatn |
25.059 |
106.173 |
31.492 |
90.048 |
49.421 |
Fráveita |
40.158 |
105.507 |
34.517 |
76.165 |
60.554 |
Alls |
217.762 |
792.720 |
643.181 |
620.087 |
493.709 |
Fram kemur að samanburðurinn sé gerður með þeim hætti að farið sé í verðskrár stærstu veitufyrirtækja og orkusala í hverri borg og miðist forsendurnar við algeng þjónustukaup þriggja manna fjölskyldu í 100 fermetra íbúð. Raforkuverð sveiflist gjarna meira á Norðurlöndum en hér á landi og sé miðað við tilboð fyrirtækja um fast verð í a.m.k. eitt ár.