Veiðigjöldin verði sérhæfðari

Steingrímur J. Sigfússon á fundi LÍÚ
Steingrímur J. Sigfússon á fundi LÍÚ mbl.is/Ómar Óskarsson

Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir það framtíðarmarkmið að aðlaga álögur á sjávarútveg meira eftir aðstæðum hjá hverju og einu fyrirtæki. Æskilegt sé að brjóta gjaldakerfið meira upp þannig að það byggi meira á afkomu hverrar greinar innan sjávarútvegsins fyrir sig.

Til þess þurfi þó meiri gögn og undirbúning en nú sé fyrir hendi. Núverandi fyrirkomulag á veiðigjöldum sé vonandi fyrsta skrefið í þessa átt.

„Það er af og frá að í þessu sé fólgin sú pólitíska ákvörðun að [láta það] leiða til samþjöppunar í sjávarúvegi,“ sagði Steingrímur og svaraði þannig spurningu úr sal á landsfundi LÍÚ um meint samþjöppunaráhrif veiðigjalda.

Steingrímur kvaðst ekki fylgjandi því að aðskilja veiðar og vinnslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka