Fjölbreytni á reitnum Einholt-Þverholt

Svona mun Einholt-Þverholt að öllum líkindum líta út eftir uppbygginguna, …
Svona mun Einholt-Þverholt að öllum líkindum líta út eftir uppbygginguna, litríkt, ljóst og nútímalegt.

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að auglýsa nýtt deiliskipulag á reitnum Einholt-Þverholt. Á reitnum er gert ráð fyrir fjölbreyttri hönnun og útfærslu nýbygginga og talið mikilvægt að byggingarnar myndi ekki einsleitan og samfelldan vegg en það næst fram með því að brjóta upp húshliðar með litum, efni og útbyggingum.

Reiturinn afmarkast af Einholti, Háteigsvegi, Þverholti og Stórholti en Búseti svf. hyggst reisa á milli 200 og 230 íbúðir þar.

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu íbúðarbyggðar á 3-5 hæðum á suðurhluta reits en norðurhluti reits er að mestu óbreyttur. Á suðurhluta reits er gert ráð fyrir fjölbreyttum gerðum íbúða og bílageymslum á tveimur hæðum í kjallara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert