Glerhált á Suður- og Vesturlandi

Í nótt myndaðist hálka víða á Suður- og Vesturlandi af völdum ísingar á blautum vegum jafnvel þótt lofthiti sé víðast hvar yfir frostmarki.

Í tilkynningu frá Umferðarstofu segir að þetta fyrirbæri kallist glerhálka og geti verið lúmskt, því erfitt getur reynst að sjá muninn á því hvort vegurinn sé einfaldlega blautur eða ísaður.

Þessi tegund hálku er víða á höfuðborgarsvæðinu og eru ökumenn hvattir til sérstakrar aðgæslu vegna þessa.

Umferðarstofa og Vegagerðin létu gera fræðslumyndband þar sem m.a. er fjallað um hvernig bera má kennsl á þessa tegund hálku og fleiri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert