„Bandalag kvenna í Reykjavík og aðildarfélög þess harma að enn skuli vera óútskýrður launamunur kynjanna,“ segir í ályktun sem samþykkt var á formannaráðsfundi Bandalags kvenna í Reykjavík sem fram fór í fyrradag samkvæmt fréttatilkynningu.
„Samkvæmt upplýsingum frá stéttarfélögum hefur launamunur aukist á liðnum árum. Bandalagi kvenna í Reykjavík finnst þetta vera óásættanlegt á árinu 2012,“ segir ennfremur í ályktuninni.