Hvað meinarðu, Ragnar?

Ólöf Nordal
Ólöf Nordal

„Undanfarið hafa birst nokkrar greinar eftir Ragnar Önundarson þar sem hann vegur að siðferðilegu þreki formanns Sjálfstæðisflokksins,“ segir Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir hún að jafnframt komi þar fram skýrar aðdróttanir um að Bjarni Benediktsson geti ekki vegna ættartengsla og tengsla við viðskiptalífið staðið vörð um hagsmuni þjóðarinnar – komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda og hann setjist í stól forsætisráðherra.

Þá segir Ólöf: „Ekki ætla ég að elta ólar við allt það sem sagt er í greinum Ragnars en þar sem hann hefur nú boðið sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn verður hann að skýra hvað hann á við þegar hann vegur með þessum hætti að formanni flokksins og hvers vegna hann telur það slæmt að forystumenn í stjórnmálum hafi víðtækan bakgrunn í atvinnulífinu.

Hvað um Ragnar Önundarson sjálfan?“ spyr Ólöf. „Er ekki rétt, í ljósi þess að hann hefur svo miklar skoðanir á formanni Sjálfstæðisflokksins, að hann geri kjósendum grein fyrir aðkomu sinni að atvinnulífinu sem lauk ekki fyrr en í mars 2011 þegar hann sagði sig úr stjórn Framtakssjóðsins. Er ekki rétt hann geri grein fyrir því?“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert