...Marshall-aðstoð

Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson

„Alveg þótti mér það yndislegt þegar Róbert Marshall yfirgaf Samfylkinguna og gekk til liðs við Bjarta framtíð á dögunum. Þetta minnti á annan atburð þegar Besti flokkurinn varð til í Reykjavík og Dagur B. Eggertsson og Samfylkingin fengu svo kallaða Gnarr-aðstoð,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrv. alþingismaður, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Segir Guðni að nú sé Dagur B. borgarstjóri á „laun“ í Reykjavík þótt stórleikarinn Jón Gnarr fái laun borgarstjórans og hafi bílinn og bílstjórann.

Í niðurlagi greinar sinnar segir Guðni: „Já, hinn trúaði samfylkingarmaður, Róbert Marshall, var sendur út í heiðina til að syngja Guðmund Steingrímsson heim. Svo mörg eru þau orð. Nú heitir Miðflokkurinn Björt framtíð og er því laungetið barn Samfylkingarinnar og Besta flokksins enda Heiða Kristín Helgadóttir lánuð yfir. Björgunarbátur er kominn á flot til að tryggja ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms áfram völd þar sem Össur Skarphéðinsson er líklegastur til að verða forsætisráðherra. Alveg sama aðferð og í borginni, Gnarr-aðstoð og nú Marshall-aðstoð. Pólitíkin hefur margar hliðar og sumar hlaðnar klækjum.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert