Óvissustig enn í gildi

Jarðskjálftamælar á Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftamælar á Veðurstofu Íslands. Kristinn Ingvarsson

Óvissustig almannavarna, sem lýst var yfir í fyrradag vegna jarðskjálftahrinunnar úti fyrir Norðurlandi, er enn í gildi. Enn skelfur jörð fyrir norðan, en skjálftarnir í nótt og í morgun hafa verið talsvert minni en undanfarna daga.

„Mér sýnist þetta hafa verið tiltölulega rólegt í nótt. Flestir skjálftarnir í nótt voru í Eyjafjarðarál, það er ekki enn búið að vinna úr gögnunum, en mér sýnist að þeir séu mun minni en þeir sem verið hafa undanfarna daga. Enginn af skjálftunum í nótt er stærri en 3 að styrkleika, nokkrir mælast rúmlega 2,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, jarðvársérfræðingur hjá Veðurstofu  Íslands.

Hún segir allt of snemmt að fullyrða að skjálftahrinan sé í rénun. 

„Það er enginn sem segir að þetta geti ekki tekið sig upp aftur og við fylgjumst grannt með.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka