Gagnrýnir forseta Alþingis

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason mbl.is/Ómar Óskarsson

Björn Val­ur Gísla­son, formaður fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is, gagn­rýn­ir Ástu Ragn­heiði Jó­hann­es­dótt­ur, for­seta Alþing­is á vef­rit­inu Smugunni í dag.

„Það er pín­legt fyr­ir þingið að for­seti þings­ins skuli hafa tekið þessa af­stöðu og ekki reynt, hið minnsta að setj­ast niður og ræða mál­in við þing­menn og þær þing­nefnd­ir sem í hlut eiga,“ seg­ir Björn Val­ur Gísla­son formaður fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is. Hann seg­ir að allt sé óbreytt í sam­skipt­um Rík­is­end­ur­skoðunar og þings­ins. Þar sé trúnaðarbrest­ur.

Ásta Ragn­heiður hef­ur ákveðið að hraða út­tekt á Rík­is­end­ur­skoðun sem stend­ur yfir þessa mánuðina af hálfu rík­is­end­ur­skoðun í Hollandi, Svíþjóð og Nor­egi.

„For­seti þings­ins ákvað að gera þenn­an vand­ræðagang að alþjóðlegu vanda­máli og vísa þessu til annarra landa án þess að ráðfæra sig við neinn nema rík­is­end­ur­skoðanda,“ seg­ir Björn Val­ur. „Annað hvort veit for­seti Alþing­is ekki um hvað út­tekt­in snýst eða hef­ur fengið rang­ar upp­lýs­ing­ar sem koma þessu til­tekna máli ekk­ert við. Við höld­um auðvitað okk­ar striki en þetta voru von­brigði. For­seti þings­ins hefði getað valið að standa að mál­inu að mynd­ug­leika til að reyna að end­ur­byggja traust á þing­inu og stofn­un­inni. Mér fannst þetta vond ákvörðun og hef sagt henni það.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert