Greiðslur til karla lækkaðar til að jafna kjör

Í Reykjanesbæ.
Í Reykjanesbæ. mbl.is/Kristinn

Kynbundinn launamunur getur líklega helst átt sér stað í aukagreiðslum hjá millistjórnendum hjá sveitarfélögum en meginþorri almennra starfsmanna býr við jöfn launakjör.

Þetta segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Bæjaryfirvöld þar segja að enginn kynbundinn launamunur sé hjá starfsmönnum bæjarins.

Í kjarakönnun BSRB, sem sagt var frá fyrr í þessum mánuði, kom í ljós að óútskýrður kynbundinn launamunur hjá hinu opinbera næmi 13,1% og hefði aukist frá síðustu könnun á undan.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Árni hins vegar að þegar launabókhald Reykjanesbæjar sé skoðað, og heildarlaun vegna sömu eða sambærilegra starfa borin saman, sé hægt að fullyrða að enginn kynbundinn launamunur sé til staðar hjá bænum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert