Miklar tafir hjá WOW-air vegna bilunar

WOW air
WOW air mbl.is

Miklar tafir urðu á flugi til London á vegum WOW-air í gær. Ástæðan var bilun í vél sem var að koma frá Berlín í gær, en hún þurfti að millilenda í Noregi.

Þegar búið var að gera við vélina tafðist brottför vegna veðurs. Þegar vélinni var loks heimilað að leggja af stað hafði áhöfn hennar verið of lengi á vakt til að hægt væri að leggja af stað. Því var önnur vél send af stað til Björgvinjar til að sækja farþegana.

Flugvélin lenti í Keflavík laust eftir kl. eitt í nótt. Þar höfðu farþegar sem áttu að fara til London beðið lengi, en vélin átti að fara í loftið kl. 16:20. Hún fór hins vegar ekki fyrr en kl. tvö í nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert