Norðmenn að taka fram úr Íslendingum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ávarpaði þing framsóknarmanna í NA-kjördæmi …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ávarpaði þing framsóknarmanna í NA-kjördæmi sem haldið er í Mývatnssveit. mbl.is/Birkir Fanndal

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði í ræðu á kjör­dæm­isþingi flokks­ins í NA-kjör­dæmi að óvissa í sjáv­ar­út­vegs­mál­um gerði það að verk­um að við vær­um að drag­ast aft­ur úr Norðmönn­um.

Sig­mund­ur Davíð sæk­ist eft­ir að leiða lista flokks­ins í NA-kjör­dæmi. Ræða hans á þing­inu bar þess merki að hann var að tala til sinna flokks­manna og minna þá á ýmis bar­áttu­mál flokks­ins. Hann talaði um sögu flokks­ins og varði drjúg­um tíma til að fjalla um hags­muni lands­byggðar­inn­ar og mögu­leika land­búnaðar­ins sem hann sagði mikla ef rétt væri á mál­um haldið.

„Full­kom­in óvissa“ í sjáv­ar­út­vegi

Sig­mund­ur Davíð gagn­rýndi stjórn­völd fyr­ir stefnu í sjáv­ar­út­vegs­mál­um. „Und­an­far­in ár hef­ur þessi und­ir­stöðuat­vinnu­grein þjóðar­inn­ar búið við full­komna óvissu um framtíðina. Af­leiðing­in er sú að við Íslend­ing­ar erum farn­ir að drag­ast aft­ur úr Norðmönn­um, helstu keppi­naut­um okk­ar í sjáv­ar­út­vegi.

Þótt sjó­mönn­um og fisk­verka­fólki hafi fækkað frá því sem áður var þá hafði störf­um í grein­um sem tengj­ast sjáv­ar­út­vegi, störf­um í sjáv­ar­klas­an­um svo­kallaða, fjölgað jafnt og þétt þar til óviss­an um stöðu grein­ar­inn­ar varð al­gjör,“ sagði Sig­mund­ur Davíð.

Hann vék að um­fjöll­un Útvegs­blaðsins um sjáv­ar­klas­ann fyrr á ár­inu. „Þar var birt spá, sem tók mið af þró­un­inni í Nor­egi, þar sem áætlað var að fjöldi starfa í sjáv­ar­klas­an­um á Íslandi myndi meira en þre­fald­ast fyr­ir árið 2025 ef grein­in nyti stöðug­leika og sömu starfs­skil­yrða og í Nor­egi.

Höf­um í huga að það eru ekki nema rétt rúm­lega 12 ár til árs­ins 2025. Vilj­um við að þúsund­ir Íslend­inga flytj­ist til Nor­egs og fram­leiði verðmæti þar eða vilj­um við nota tæki­fær­in sem hér eru til að skapa þúsund­ir nýrra starfa á Íslandi?“

Bind­ur mikl­ar von­ir við olíu­leit á Dreka­svæðinu

Sig­mund­ur Davíð fjallaði einnig um olíu­leit á Dreka­svæðinu, en hann sagði að þar gætu Íslend­ing­ar áður en langt um líður veitt Norðmönn­um sam­keppni.

„Nú hef­ur verið staðfest að olíu er að finna í ís­lenskri lög­sögu. Þessi full­yrðing, að Íslend­ing­ar hafi fundið olíu, hljóm­ar hálfund­ar­lega í ljósi þess hversu lítið hef­ur verið fjallað um málið hér á landi, en það er engu að síður staðreynd.

Að sjálf­sögðu er rétt að hafa var­ann á. En frá því fyr­ir þrem­ur árum þegar við fram­sókn­ar­menn fór­um að ræða um mik­il­vægi þess að taka olíu­leit föst­um tök­um hafa verið gerðar hreint út sagt stór­feng­leg­ar upp­götv­an­ir á því sviði.

Á sín­um tíma full­yrti helsti sér­fræðing­ur Norðmanna um Jan Mayen-hrygg­inn, Terje Hagevang, að rann­sókn­ir gæfu til kynna að olíu og gas væri að finna á Dreka­svæðinu.

Það var mat Hagevangs að ef for­send­ur sín­ar reynd­ust rétt­ar myndi Jan Mayen-hrygg­ur­inn og Dreka­svæðið hafa að geyma álíka magn af olíu og gasi og leyn­ist í Nor­egs­hafi.

Nú hafa ný­leg­ar rann­sókn­ir staðfest að í fyrsta lagi er olíu að finna á Dreka­svæðinu en jafn­framt að jarðlög­in eru þeirr­ar gerðar sem Hagevang taldi for­sendu þess að ol­í­una og gasið væri að finna í vinn­an­leg­um lind­um.

Ef það fynd­ist vinn­an­leg olíu­lind í lög­sögu Íslands myndi það strax hafa mik­il og já­kvæð áhrif fyr­ir landið. Vaxta­kostnaður rík­is­ins myndi lækka og fjár­fest­ing aukast til muna,“ sagði Sig­mund­ur Davíð og benti á áhrif­in sem olíu­leit­in hefði þegar haft í Fær­eyj­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert