Jón svarar engu um framboð

Jón Bjarnason alþingismaður
Jón Bjarnason alþingismaður mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Aðal­fund­ur kjör­dæm­is­ráðs VG í NV-kjör­dæmi samþykkti í dag að efna til póst­kosn­ing­ar um val á fram­boðslista flokks­ins vegna kosn­inga næsta vor. Jón Bjarna­son, alþing­ismaður og odd­viti flokks­ins í kjör­dæm­inu, hef­ur ekki gefið neina yf­ir­lýs­ingu um hvort hann ætli að sækj­ast eft­ir setu á list­an­um.

Á aðal­fund­in­um var ákveðið að efna til for­vals meðal fé­lags­manna VG í kjör­dæm­inu í sam­ræmi við regl­ur flokks­ins. Kosn­ing­unni á að ljúka 27. janú­ar.

Eng­inn sem sótti aðal­fund­inn lýsti yfir fram­boði á fund­in­um, en Lár­us Ástmar Hann­es­son, formaður kjör­dæm­is­ráðs, sagði í sam­tali við mbl.is, að tveir hefðu þegar lýst yfir fram­boði, Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir alþing­ismaður og Lár­us Ástmar Hann­es­son.

Jón Bjarna­son sagði í sam­tali við mbl.is að þetta hefði ekki verið staður né stund til að lýsa neinu yfir um fram­boðsmál. Hann vildi ekki tjá sig neitt um hvað hann ætlaði að gera en sagðist vera á fullu í póli­tík.

VG fékk góða kosn­ingu í NV-kjör­dæmi í síðustu kosn­ing­um og náði þrem­ur mönn­um á þing, Jóni Bjarna­syni, Lilju Raf­n­eyju Magnús­dótt­ur og Ásmundi Ein­ari Daðasyni. Ásmund­ur Ein­ar yf­ir­gaf flokk­inn á kjör­tíma­bil­inu og gekk til liðs við Fram­sókn­ar­flokk­inn. Jón hef­ur leitt flokk­inn í kjör­dæm­inu frá því það varð til árið 2003. Hann var áður leiðtogi flokks­ins í Norður­lands­kjör­dæmi vestra frá 1999.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert