Bilun í tölvukerfi Vegagerðarinnar

Vegna bilunar í tölvukerfi uppfærast ekki sem stendur upplýsingar á vef Vegagerðarinnar. Unnið verður að viðgerðum í kvöld og í nótt. 

Þær upplýsingar bárust síðast frá Vegagerðinni undir kvöldmat að vegir væru auðir á Suðurlandi og við Faxaflóa, en hálkublettir á Bröttubrekku og Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum eru hálkublettir á fáeinum vegum en hálka er á Steingrímsfjarðarheiði, Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði.

Vegir eru að mestu auðir í Húnavatnssýslum en austan Blönduóss er allvíða hálka eða hálkublettir. Meðal annars er hálka á Þverárfjalli, Öxnadalsheiði og Víkurskarði. Hálka er einnig á Fljótsheiði og austur á Mývatns- og Möðrudalsöræfi.

Á Austurlandi er vetrarfærð, hálkublettir hálka eða snjóþekja á flestum vegum alveg suður í Hamarsfjörð. Raunar er þæfingsfærð á Breiðdalsheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert