Jóhanna ræðir efnahagsmál í Evrópu

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sækir í dag fund Norðurlandanna og Eystrasaltsríkja, sem haldinn er í Helsinki síðdegis.  Á dagskrá fundarins eru m.a. efnahagsmálin í Evrópu, alþjóðamál og samstarf ríkjanna átta á ýmsum vettvangi.  

Á morgun eru fundir norrænna forsætisráðherra og fundir með leiðtogum sjálfsstjórnarsvæðanna, auk þess sem allir norrænu forsætisráðherrarnir taka þátt í setningu og umræðum á Norðurlandaráðsþingi, sem fagnar 60 ára afmæli í ár, segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert