Segja Steingrím hóta útgerðinni

Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, og Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra ræða …
Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, og Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra ræða málin á fyrri degi aðalfundar LÍÚ 25.10.12. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta held ég að út­vegs­menn ættu nú svona í gegn­um tár­in að rýna aðeins í,“ sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son at­vinnu­vegaráðherra á aðal­fundi LÍÚ á fimmtu­dag­inn var. Stein­grím­ur sagði valið standa milli veiðigjalda eða útboðs á nýt­ing­ar­rétti á afla. Útgerðar­menn telja þetta hót­un gegn út­gerðinni.

„Ég ætla ör­lítið að nefna og snúa mér aðeins að auðlinda­ákvæði í kosn­ing­un­um á laug­ar­dag­inn var og frum­vörp­un­um um sjáv­ar­út­veg­inn. Þessi spurn­ing var bor­in und­ir þjóðina og út­kom­an var svona: Átta­tíu og tvö og hálft pró­sent af þeim sem af­stöðu tóku svöruðu þeirri spurn­ingu ját­andi að inni í stjórn­ar­skrá yrðu nátt­úru­auðlind­ir sem ekki væru í einka­eigu lýst­ar þjóðar­eign ... Þetta er í fullu sam­ræmi við fyrstu grein laga í frum­varpi sem lagt var fram í fyrra um að fiski­stofn­arn­ir við Ísland væru ævar­andi sam­eign þjóðar­inn­ar og þar með væri það ríkið fyr­ir henn­ar hönd sem ráðstafaði henni með til­tekn­um hætti.

Þetta tók mið af til­lög­um stjórn­lagaráðsins eins og þær stóðu á ár­inu 2011 og rek­ur sig allt aft­ur til skýrslu auðlinda­nefnd­ar á ár­inu 2000. Þar var niðurstaðan í stórri nefnd með aðild út­vegs­manna að í raun þyrfti að skil­greina ein­hvers kon­ar nýtt form eign­ar­rétt­ar eða sam­eign­ar sem væri ein­hvers kon­ar þjóðar­eign­ar­rétt­ur... Til­laga stjórn­lagaráðs eins og hún ligg­ur fyr­ir í drög­um að frum­varpi er hins veg­ar svona, þ.e.a.s. þetta eru fyrsta og fjórða mál­grein­in í til­lög­um stjórn­lagaráðs sem varðar þetta viðfangs­efni, að auðlind­ir í nátt­úru Íslands sem ekki séu í einka­eigu séu sam­eig­in­leg og ævar­andi eign þjóðar­inn­ar.

Eng­inn geti fengið auðlind­irn­ar eða rétt­indi í þeim til var­an­legra af­nota eða veðsett þær ... Fjórða máls­grein­in er kannski ekki síður um­fjöll­un­ar­efni fyr­ir ykk­ur og okk­ur öll. En þar stend­ur: Stjórn­völd geta á grund­velli laga veitt leyfi til af­nota eða hag­nýt­ing­ar auðlinda eða annarra tak­markaðra al­manna­gæða, gegn fullu gjaldi og til til­tek­ins hóf­legs tíma í senn.

Svona er þetta orðið í þess­um drög­um sem Alþingi fær til nú að vinna með og klára upp úr frum­varp­inu. Þetta er önn­ur nálg­un en sú sem var í frum­varp­inu til laga um stjórn fisk­veiða sem var lagt fram í fyrra­vor og í lög­um um veiðigjöld. Ég vek at­hygli ykk­ar á þeim mun af því að þar teljið þið vera um mik­inn vá­gest að ræða.“

Hvað er fullt gjald?

Stein­grím­ur sagði valið standa milli tveggja kosta, veiðigjalda eða útboðs á nýt­ing­ar­rétti á afla í sam­ræmi við til­lög­ur stjórn­lagaráðs.

„En átt­um okk­ur aðeins á skil­grein­ing­un­um sem hér eru und­ir. Hvað er verið að tala um? Skil­grein­ingu á svo­nefndri auðlindar­entu og eðli­leg­an hlut þjóðar­inn­ar í henni á góðum tím­um.

Hvort viljið þið held­ur? Það sem er boðið upp á í þess­um frum­vörp­um eða orðalag í stjórn­ar­skrá af þessu tagi, að það megi aldrei af­henda þessi rétt­indi á neinn hátt nema gegn fullu gjaldi. Hvað er fullt gjald? Hvernig finna menn það út? Er það með svona nálg­un, með því að skoða fjár­muna­mynd­un­ina og viðbótar­fjármuna­mynd­un­ina í góðum árum og taka hlut­deild af henni til þjóðar­inn­ar, eða er það með því að láta markaðinn ráða.

Munu ekki marg­ir hafa til­hneig­ingu til þss að segja að það er markaður­inn einn sem get­ur skorið úr um það hvað er fullt verð. Jú, það verða ör­ugg­lega ein­hverj­ir til þess. Og hvað þýðir það? Jú, vænt­an­lega upp­boð á öll­um rétt­ind­un­um. Þetta held ég að út­vegs­menn ættu nú svona í gegn­um tár­in að rýna aðeins í. Hvort er betri nálg­un, frum­varpið sem ligg­ur fyr­ir og lög­in um veiðigjöld fela í sér eða kannski þessi hugs­un?“

Auðlindar­ent­an besta leiðin

„Ég held því enn fram að auðlindar­entu­nálg­un­in sé sú besta. Hún sé eðli­leg. Hún sé hug­mynda­fræðilega vel ígrunduð að því til­skyldu að við séum sam­mála um að um aðgang að sam­eig­in­legri auðlind sé að ræða. Þá eru bara eft­ir átök­in um það hvað er eðli­leg hlut­deild. Hvenær leyf­ir af­kom­an að tekið sé af henni til eig­and­ans, þjóðar­inn­ar, og í hve mikl­um mæli.

Það er eitt­hvað sem á að vera hægt að nálg­ast með rök­um, rök­ræðum, með vinnu, með skoðun, með deil­um og það er það sem veiðigjalda­nefnd­inni er ætlað að gera. Ná­kvæm­lega. Hún hef­ur frum­kvæðis­skyldu í þeim efn­um. Henni ber að gera stjórn­völd­um viðvart og senda þeim til­lög­ur ef hún kemst að þeirri niður­stöðu að það þurfi að gera leiðrétt­ing­ar eða breyt­ing­ar,“ sagði Stein­grím­ur og vék að veiðigjalda­nefnd­inni. 

Eng­ir já-menn í veiðigjalda­nefnd­inni

„Ég vona að menn séu sæmi­lega sátt­ir við skip­an nefnd­ar­inn­ar og hvernig hún var mönnuð. Þar voru ekki tínd­ir upp ein­hverj­ir þrír já-menn stjórn­ar­flokk­anna, held­ur þvert á móti aðilar sem höfðu gagn­rýnt stjórn­völd, jafn­vel fyr­ir að fara offari í þess­um efn­um, eins og Daði Már Kristó­fers­son. Von­andi treysta menn sæmi­lega fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóra HB Granda og sömu­leiðis Arn­dísi Á. Steinþórs­dótt­ur eft­ir langa veru henn­ar í sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu sem for­ystu­mann­eskju á þessu sviði,” sagði Stein­grím­ur. 

Dul­bú­in hót­un ráðherr­ans

Ei­rík­ur Tóm­as­son, fram­kvæmda­stjóri Þor­bjarn­ar ehf. í Grinda­vík, túlkaði ræðu Stein­gríms sem hót­un í garð út­gerðar­inn­ar, líkt og Ad­olf Guðmunds­son, formaður LÍÚ, ger­ir einnig í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag, þriðju­dag. 

„Þetta er eigna­upp­taka. Stærst­ur hluti hagnaðar­ins er tek­inn út úr rekstr­in­um. Stjórn­völd miða við fram­legðina eins og hún er áætluð 2011 og er það al­besta sem hef­ur sést. Ef við skoðum meðaltal síðustu fimm ára er verið að gera upp­tækt megnið af hagnaðinum í sjáv­ar­út­vegi og það eru eng­ir pen­ing­ar eft­ir til að viðhalda fram­leiðslu­tækj­un­um, skip­um og búnaði. Þetta er ekk­ert annað en þjóðnýt­ing.

Til hvers eiga menn að vera í at­vinnu­grein sem ekk­ert gef­ur af sér og get­ur ekki end­ur­nýjað sig? Þegar Stein­grím­ur vék að auðlinda­ákvæðinu var það hót­un um eigna­upp­töku. Ég tók þetta allt sem hót­an­ir hjá hon­um. Í mín­um huga er þetta þannig að það á að eyðileggja þessa at­vinnu­grein.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert