Búið að opna veginn um Oddsskarð

Vetrarfærð er víða um land.
Vetrarfærð er víða um land. mbl.is/RAX

Vegurinn um Oddsskarð er aftur opinn fyrir umferð en hann lokaðist nú síðdegis eftir að ökumaður flutningabifreiðar missti stjórn á bílnum hálku. Bifreiðin, sem var með tengivagn,  var þversum yfir veginn í Bankabrekku rétt ofan við Eskifjörð.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Eskifirði var vegurinn lokaður í um hálftíma nú á fimmta tímanum á meðan unnið var að því að koma flutningabílnum aftur upp á veg. Frá kl. 17 hefur umferðin um Oddsskarð gengið sinn vanagang.

Engan sakaði og ekkert eignatjón varð að sögn lögreglu. Ökumenn eru hvattir til að aka varlega enda fljúgandi hálka að sögn lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert