Í dag mun vindur ganga í allhvassa eða hvassa norðanátt með ofankomu fyrir norðan. Ekki er búist við úrkomu að neinu ráði á sunnanverðu landinu, en þar má búast við snörpum vindstrengjum við fjöll, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.
Útlit er fyrir enn hvassari vind á fimmtudag og föstudag. Þess er ekki að vænta að veður batni að ráði fyrr en á laugardag eða jafnvel sunnudag.
Næstu klukkustundir er spáð norðan 5-13 m/s og þurru veðri, en slyddu á Suðausturlandi og stöku éljum norðanlands.
Færist í norðan 13-20 m/s eftir hádegi og snjókomu norðantil á landinu. Úrkomulaust að mestu sunnantil, en snarpir vindstrengir við fjöll. Frost 0 til 5 stig þegar kemur fram á daginn, en frostlaust með S-ströndinni.