Kerfið vaxið á kostnað borgarbúa

Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík gagnrýndi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar.
Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík gagnrýndi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Reykja­vík­ur­borg fær 32% meira í skatt frá íbú­um 2013 en árið 2010. Skatt­tekj­ur voru 50 millj­arðar 2010 en eru áætlaðar 66,2 millj­arðar 2013. Þetta seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá borg­ar­stjórn­ar­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík, sem gagn­rýn­ir nýja fjár­hags­áætl­un borg­ar­inn­ar sem kynnt var í dag. 

Sjálf­stæðis­menn segja að kerfið hafi þan­ist út um 30% á kostnað borg­ar­búa í meiri­hlutatíð Besta flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Lítið sem ekk­ert hafi verið hagrætt í kerf­inu en kostnaður þvert á móti auk­inn. Ekk­ert bóli á því átaki í hagræðingu sem meiri­hlut­inn ætlaði í við upp­hafi kjör­tíma­bils­ins. „Hins­veg­ar hef­ur meiri­hlut­inn fundið ný verk­efni og hlaðið utan á kerfið þannig að það vex frá ári til árs og kostnaður eykst,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu borg­ar­stjórn­ar­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins. 

Að mati sjálf­stæðismanna væri það skyn­sam­legra, sann­gjarn­ara og far­sælla að nýta það svig­rúm sem til staðar er til að hagræða í kerf­inu. „Þannig á borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur ekki að nýta aukn­ar skatt­tekj­ur til að þenja út eigið kerfi held­ur til að lækka álög­ur á heim­il­in í borg­inni,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert