Ófullnægjandi áætlanagerð við kaup og innleiðingu á Orra

Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er fjallað um kaup og innleiðingu …
Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er fjallað um kaup og innleiðingu á fjárhags- og mannauðskerfi fyrir ríkið en útboð á því fór fram árið 2000. AP

Rík­is­end­ur­skoðun tel­ur að áætlana­gerð vegna kaupa og inn­leiðing­ar á nýju fjár­hags- og mannauðskerfi fyr­ir ríkið (Orra) hafi verið ábóta­vant. Bæði var inn­leiðing­ar­tími vanáætlaður sem og stofn­kostnaður kerf­is­ins. Þá var heild­ar­kostnaður þess ekki met­inn. Rík­is­end­ur­skoðun bein­ir því til stjórn­valda að standa fram­veg­is bet­ur að mál­um við kaup og inn­leiðingu hug­búnaðar. Skýrsla stofn­un­ar­inn­ar um málið bygg­ir að hluta til á sömu gögn­um og ófull­kom­in skýrslu­drög frá ár­inu 2009 en hef­ur verið unn­in al­gjör­lega frá grunni á þrem­ur vik­um.

Í nýrri skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar er fjallað um kaup og inn­leiðingu á fjár­hags- og mannauðskerfi fyr­ir ríkið en útboð á því fór fram árið 2000. Um ári síðar und­ir­ritaði fjár­málaráðherra samn­ing við Skýrr hf. um fjár­hags- og mannauðskerfið Orra sem bygg­ir á svo­nefnd­um Oracle-hug­búnaði. Úrslit­um réð að Skýrr bauð mun lægra verð en sá bjóðandi sem einnig kom til greina. Að öðru leyti þóttu fyr­ir­tæk­in standa nokkuð jafn­fæt­is. Hæstirétt­ur komst að þeirri niður­stöðu árið 2004 að nokkr­ir hnökr­ar hefðu verið á útboðinu en þó hefði ekki verið sýnt fram á að þeir hefðu haft áhrif á niður­stöðu þess. Rík­is­end­ur­skoðun tek­ur und­ir það mat.
 
Áætlað var að inn­leiðing kerf­is­ins tæki ein­ung­is 20 mánuði og lyki í apríl 2003. Kerfið kallaði á breytt vinnu­brögð þeirra starfs­manna rík­is­ins sem sinntu bók­haldi, upp­lýs­inga­vinnslu og stjórn­un. Sam­kvæmt samn­ingn­um skyldi Skýrr veita þeim kennslu og þjálf­un í að nota kerfið.
 
Stýr­i­n­efnd und­ir for­ystu Rík­is­bók­halds bar ábyrgð á fram­gangi inn­leiðing­ar­inn­ar. Árið 2006, þ.e. um þrem­ur árum eft­ir að henni átti að ljúka sam­kvæmt samn­ingn­um, höfðu ein­stak­ir kerf­is­hlut­ar þó enn ekki verið inn­leidd­ir. Auk þess höfðu ekki all­ar rík­is­stofn­an­ir lokið inn­leiðingu kerf­is­ins. Sam­kvæmt samn­ingn­um átti Fjár­sýsla rík­is­ins að vinna sér­staka út­tekt á inn­leiðing­unni þegar henni væri lokið. Haustið 2012 hef­ur slík loka­út­tekt enn ekki verið gerð. Stýr­i­n­efnd­in hef­ur því ekki staðfest að inn­leiðing­unni sé lokið. Rík­is­end­ur­skoðun tel­ur brýnt að Fjár­sýsla rík­is­ins vinni sem fyrst loka­út­tekt á inn­leiðing­unni svo að hægt sé að ljúka henni með form­leg­um hætti.

Inn­leiðing­ar­tím­inn van­met­inm
 
Rík­is­end­ur­skoðun tel­ur að áætlaður inn­leiðing­ar­tími Orra hafi verið van­met­inn í upp­hafi. Um leið megi rekja þann mikla drátt sem varð á inn­leiðing­unni til reynslu­leys­is starfs­manna Skýrr hf. enda var um að ræða fyrstu heild­ar­upp­setn­ingu kerf­is­ins á Íslandi. Þá hafi reynst tíma­frekt að fá rík­is­starfs­menn til að til­einka sér ný vinnu­brögð. Rík­is­end­ur­skoðun hvet­ur fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyti til að efla vinnu­brögð sín við áætlana­gerð fyr­ir um­fangs­mik­il verk­efni og beita aðferðum verk­efna- og breyt­inga­stjórn­un­ar í meira mæli en gert var í til­viki Orra.
 
Sam­kvæmt nýrri viðhorfs­könn­un Rík­is­end­ur­skoðunar meðal for­stöðumanna rík­is­stofn­ana töldu um 80% svar­enda að vanda­mál hafi komið upp við inn­leiðingu Orra. Þar af töldu 90% að vanda­mál­in séu að mestu eða öllu leyti leyst. 70% svar­enda töldu að virkni Orra væri í sam­ræmi við þarf­ir stofn­un­ar sinn­ar. Þá töldu aðeins 45% svar­enda að Orri væri aðgengi­legt kerfi og rúm­ur helm­ing­ur að það væri skil­virkt stjórn­tæki. Rík­is­end­ur­skoðun tel­ur mik­il­vægt að Fjár­sýsla rík­is­ins greini þarf­ir not­enda kerf­is­ins fyr­ir fræðslu og þjálf­un og tryggi þeim viðeig­andi náms­fram­boð.

Kostnaður­inn nam 5,9 millj­örðum
 
Heild­ar­kostnaður rík­is­ins af Orra nam um 5,9 millj­örðum króna á tíma­bil­inu 2001‒2011. Þrjár rík­is­stofn­an­ir greiddu meg­in­hluta hans, þ.e. Fjár­sýsla rík­is­ins, Land­spít­ali og Vega­gerðin. Fram kem­ur í skýrsl­unni að á þessu tíma­bili hafi út­gjöld vegna kerf­is­ins verið inn­an fjár­heim­ilda að und­an­skild­um ár­un­um 2001 og 2004.
 
Í samn­ingn­um var gert ráð fyr­ir að stofn­kostnaður vegna Orra næmi rúm­um ein­um millj­arði króna. Þegar upp var staðið varð hann 41% meiri að raun­gildi (þ.e. miðað við verðlag árs­ins 2001). Ástæður þessa eru m.a. sá drátt­ur sem varð á inn­leiðing­unni og meiri þörf á  þjón­ustu Skýrr hf. en áætlað hafði verið.
 
Rekstr­ar­kostnaður kerf­is­ins nam sam­tals um 4,3 millj­örðum króna á ár­un­um 2001‒2011 eða rúm­lega þrem­ur millj­örðum króna miðað við verðlag árs­ins 2001. Þetta sam­svar­ar um tvö­föld­um stofn­kostnaði kerf­is­ins. Rík­is­end­ur­skoðun gagn­rýn­ir að heild­ar­kostnaður rík­is­ins af rekstri Orra var aldrei áætlaður. Stofn­un­in bein­ir því til fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins að vinnu­brögð við gerð kostnaðaáætl­ana fyr­ir stór­ar og dýr­ar inn­leiðing­ar verði bætt.
 
Í fjár­laga­frum­varpi fyr­ir árið 2001 var lagt til að 160 millj­ón­um króna yrði varið til kaupa á nýju fjár­hags­upp­lýs­inga­kerfi fyr­ir ríkið. Skýr­ingu í grein­ar­gerð frum­varps­ins mátti skilja þannig að um kaup­verð kerf­is­ins væri að ræða. Rík­is­bók­hald hafði þó áður óskað eft­ir 800 millj­óna króna fjár­veit­ingu vegna kaup­anna í sam­ræmi við áætl­un um stofn­kostnað kerf­is­ins. Upp­lýs­ing­ar fjár­laga­frum­varps­ins voru því bæði ófull­komn­ar og mis­vís­andi. Rík­is­end­ur­skoðun gagn­rýn­ir þetta og bein­ir því til  fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins að það tryggi að grein­ar­gerð með fjár­laga­frum­varpi hverju sinni geymi full­nægj­andi skýr­ing­ar og upp­lýs­ing­ar um fjár­hags­leg­ar skuld­bind­ing­ar sem áformað er að stofna til. Í skýrsl­unni kem­ur raun­ar fram að í októ­ber 2001 var Alþingi upp­lýst um kaup­verðið sam­kvæmt kaup­samn­ingi.
 
Eins og fjallað hef­ur verið um í fjöl­miðlum lágu fyr­ir ófull­kom­in skýrslu­drög Rík­is­end­ur­skoðunar um kaup og inn­leiðingu á Orra árið 2009. Loka­skýrsla stofn­un­ar­inn­ar er mjög frá­brugðin þess­um drög­um, bæði hvað varðar efn­is­leg­ar niður­stöður og fram­setn­ingu, enda hef­ur hún verið unn­in al­gjör­lega frá grunni út frá þeim gögn­um sem fyr­ir liggja. Ýtar­leg­ar at­huga­semd­ir Fjár­sýslu rík­is­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins við drög­in frá ár­inu 2009 eru birt­ar í sér­stök­um viðauk­um við loka­skýrsl­una.

Í októ­ber 2012 var stjórn­sýslu­sviði Rík­is­end­ur­skoðunar falið að leiða til lykta skýrslu­gerð stofn­un­ar­inn­ar um málið en sviðið hafði ekki áður komið að þessu verk­efni. Þess má geta að stofn­un­in birt­ir um 30 rit­smíðar á ári sem taka al­mennt frá nokkr­um vik­um og upp í eitt ár í vinnslu. Vinnslu­tími loka­skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar um kaup og inn­leiðingu á Orra var því með allra stysta móti. Á fyrri hluta árs 2013 mun Rík­is­end­ur­skoðun gefa út skýrslu um upp­færslu á Orra sem fór fram árið 2010, seg­ir í frétt á vef Rík­is­end­ur­skoðunar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert