Óskar eftir leyfi vegna umfjöllunar DV

Guðmundur Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Landsbjargar.
Guðmundur Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Landsbjargar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Guðmundur Örn Jóhannsson, hefur óskað eftir leyfi frá störfum vegna blaðagreinar sem væntanleg er í DV á morgun, miðvikudaginn 31. október. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörg í kvöld. 

Umfjöllunarefni greinar DV er viðskipti sem Guðmundur Örn tók þátt í tveimur árum áður en hann hóf störf hjá félaginu. „Guðmundur tók þessa ákvörðun með hagsmuni Slysavarnafélagsins Landsbjargar að leiðarljósi því aldrei má leika vafi á trúverðugleika samtakanna,“ segir í tilkynningu Landsbjargar.

Það er ósk Guðmundar og stjórnar SL að þetta mál hafi hvorki áhrif á starfsemi félagsins né mikilvæga fjáröflun björgunarsveita um land allt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka