„Engar stórbreytingar á mínum högum“

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Ég hef al­veg sagt það skýrt að ég er ekki að hætta í stjórn­mál­um en ég hef hins veg­ar ekki gefið út neina form­lega yf­ir­lýs­ingu enn sem komið er varðandi mitt kjör­dæmi. Ég hef bara sagt við mitt fólk og fjöl­miðla að það þurfi eng­inn að hafa nein­ar áhyggj­ur af því að það séu að verða ein­hverj­ar stór­breyt­ing­ar á mín­um póli­tísku hög­um.“

Þetta seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs og at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, í sam­tali við mbl.is spurður um fyr­ir­ætlan­ir hans varðandi næstu þing­kosn­ing­ar og áfram­hald­andi setu á Alþingi.

„En fram­boðsfrest­ur­inn renn­ur ekki út fyrr en 19. nóv­em­ber hér hjá okk­ur [hjá VG í Norðaust­ur­kjör­dæmi] og á meðan aðrir hafa verið ró­leg­ir hef ég ekk­ert verið að flýta mér. Ég sé nú ekki bein­lín­is mikla þörf fyr­ir neina hátíðlega yf­ir­lýs­ingu í þess­um efn­um en það er lík­legt að ég gefi út yf­ir­lýs­ingu um það fljót­lega,“ seg­ir Stein­grím­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka