„Engar stórbreytingar á mínum högum“

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Ég hef alveg sagt það skýrt að ég er ekki að hætta í stjórnmálum en ég hef hins vegar ekki gefið út neina formlega yfirlýsingu enn sem komið er varðandi mitt kjördæmi. Ég hef bara sagt við mitt fólk og fjölmiðla að það þurfi enginn að hafa neinar áhyggjur af því að það séu að verða einhverjar stórbreytingar á mínum pólitísku högum.“

Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, í samtali við mbl.is spurður um fyrirætlanir hans varðandi næstu þingkosningar og áframhaldandi setu á Alþingi.

„En framboðsfresturinn rennur ekki út fyrr en 19. nóvember hér hjá okkur [hjá VG í Norðausturkjördæmi] og á meðan aðrir hafa verið rólegir hef ég ekkert verið að flýta mér. Ég sé nú ekki beinlínis mikla þörf fyrir neina hátíðlega yfirlýsingu í þessum efnum en það er líklegt að ég gefi út yfirlýsingu um það fljótlega,“ segir Steingrímur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert