Himinninn lýstist upp við sprenginguna

Gríðarlegt tjón varð í Atlantic City og fræg göngustétt úr …
Gríðarlegt tjón varð í Atlantic City og fræg göngustétt úr plönkum meðfram strandlengju borgarinnar sópaðist í burt. mbl.is/afp

„Við erum ennþá rafmagnslaus. Það gæti varað lengi, kannski sex til tíu daga. Netið er komið aftur inn, það datt út í einhvern tíma vegna þess að grein brotnaði og lenti á rafmagnslínu, en gert var við það fljótlega, sem betur fer. Ísskápurinn er í gangi því við erum sjálf með rafal. Einnig er gasið ennþá á og við höfum vatn.“

Þetta segir Margrét Hannesdóttir, sem er búsett í New Jersey og lærir söng við Westminster Choir College, í Morgunblaðinu í dag. Hún segir að það væsi ekki um sig.

Brynjólfur Stefánsson býr í Upper West Side í New York ásamt fjölskyldu sinni. Hann vinnur á hrávörumarkaði og verslar með olíu. Hann er einn fárra sem komust til vinnu í gær.

„Við erum mjög fá í vinnunni í dag. Neðanjarðarkerfið er í lamasessi. Það lítur út fyrir að það taki langan tíma að koma því aftur í gagnið, talað er um að það taki allt frá fjórtán tímum til tveggja vikna. Það kom gríðarlega mikið saltvatn niður í öll göng.“

„Ég vaknaði um miðja nótt þegar sprengingin varð í Consolidated Edison-raforkuverinu í austurhluta Manhattan. Himinninn lýstist allur upp og varð alveg blár. Annars hef ég lítið um Sandy að segja. Ég vaknaði alveg við veðrið en ég bý á svæði sem slapp ótrúlega vel, sem betur fer,“ segir Hildur Haraldsdóttir, nemi í upptökufræðum, búsett í Midtown Manhattan, í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert