Rúta fór út af veginum í Langadal

Langidalur.
Langidalur. www.mats.is

Björgunarsveitin Blanda á Blönduós var kölluð út snemma á öðrum tímanum í dag vegna rútuslyss í Langadal. Talið er að rúta hafi farið út af veginum og lent að hluta ofan í ánni. Vatn flæðir inn í rútuna en allir farþegar eru komnir í land.

Auk björgunarsveitarinnar er búið að kalla til lögreglu og þrjá sjúkrabíla. Að minnsta kosti einn farþegi er slasaður en ekki er vitað um fleiri á þessari stundu. Aðstæður á staðnum eru erfiðar, krapi og mjög hvass vindur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert