Seðlabankinn „braust inn í bókhald“ Samherja

Við húsleitina hjá Samherja í mars á þessu ári.
Við húsleitina hjá Samherja í mars á þessu ári. Skapti Hallgrímsson

Hæstirétt­ur hef­ur vísað frá dómi kröfu Sam­herja og tengdra fé­laga um að sú rann­sókn­araðgerð Seðlabanka Íslands að „brjót­ast inn“ á lokuð svæði í tölvu sem af­hent var í tengsl­um við hald­lagn­ingu gagna hjá tölvu­fyr­ir­tæki verði dæmd ólög­mæt. Þá var hafnað kröfu um að Seðlabank­an­um verði gert að loka fyr­ir aðgang­inn og eyða af­rit­um af gögn­um.

Seðlabank­inn er með til rann­sókn­ar ætluð brot Sam­herja og tengdra aðila á lög­um um gjald­eyr­is­mál og regl­um sett­um sam­kvæmt þeim. Meðal ann­ars var Seðlabank­an­um heim­iluð hús­leit og hald­lagn­ing gagna hjá tölvu­fyr­ir­tæki sem hélt utan um bók­halds­kerfi fé­lags­ins. Var fyr­ir­tækið skyldað til að af­henda Seðlabank­an­um til hald­lagn­ing­ar og af­henda öll gögn af sam­eig­in­leg­um svæðum þess og til­greindra fé­laga, heima­svæðum, bók­halds­kerfi og tölvu­pósti.

Kom í ljós að í bók­halds­kerfi Sam­herja var fært bók­hald fleiri lögaðila, meðal ann­ars fé­laga sem eru til rann­sókn­ar. Hins veg­ar hafi bók­haldi annarra fé­laga en Sam­herja verið læst og voru þau því ekki aðgengi­leg.

Lögmaður Sam­herja hafnaði þeirri um­leit­an Seðlabank­ans að af­hent yrði lyk­il­orð að læstu svæðunum. Síðar sendi starfsmaður Seðlabank­ans bréf til lög­manns Sam­herja og greindi frá því að ekki væri leng­ur þörf á lyk­il­orðinu þar sem starfs­menn Seðlabank­ans virkjuðu svo­nefnd­an varaaðgang að bók­halds­kerf­inu og fengu þannig aðgang að hinum læstu skrám.

Sam­herji og hin fé­lög­in reistu kröfu sína á því að Seðlabank­inn hafi ekki haft laga­heim­ild til að „brjóta sér leið“ inn í bók­halds­kerfið og skoða gögn á læst­um svæðum. Bæði Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur og Hæstirétt­ur vísuðu þeirri kröfu hins veg­ar frá þar sem rann­sókn­ar­at­höfn­in var þegar yf­ir­staðin þegar hún var kærð.

Þá var kröfu fé­lag­anna um að Seðlabank­an­um verði gert að loka fyr­ir aðgang­inn og eyða af­rit­um af gögn­um hafnað þar sem heim­ild Seðlabank­ans til að skoða bók­halds­grunn­inn var ekki bund­in tak­mörk­un­um. Þá var jafn­framt talið að Seðlabank­inn ætti að fá nokkuð svig­rúm til að meta hvort gögn­in hefðu þýðingu fyr­ir rann­sókn máls­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert