Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins, ætlar að flytja lögheimili sitt í Norðausturkjördæmi en hann hefur lýst yfir vilja til að leiða lista flokksins í kjördæminu.
Á tvöföldu kjördæmisþingi, sem haldið verður í Mývatnssveit þann 1. desember, verður framboðslistinn ákveðinn. Sigmundur Davíð og Höskuldur Þór Þórhallsson þingmaður flokksins í kjördæminu stefna báðir á fyrsta sætið.
Í viðtali við Vikudag kemur fram að Sigmundur stefnir að flutningi lögheimilisins en hefur ekki tekið ákvörðun um hvar hann ætlar að búa í kjördæminu.