Óttast að samið verði við vogunarsjóði

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður.
Lilja Mósesdóttir, alþingismaður. mbl.is/Ómar

Lilja Mósesdóttir, alþingismaður, óttast að til standi að semja við vogunarsjóði meðal annars um endurfjármögnun á 300 milljarða erlendum skuldabréfum Landsbankans með eignum sem þeir fái úr þrotabúum Kaupþings og Glitnis.

„Skuldabréfin eru í erlendum myntum og voru greiðsla nýja Landsbankans til gamla bankans fyrir eignir sem færðar voru yfir. Þannig geta hrægammasjóðir tryggt sér útgreiðslur úr þrotabúunum í erlendum gjaldmiðlum,“ segir hún og bætir við að það sé einmitt það sem alls ekki megi gerast.

„Þá eru hrægammasjóðirnir búnir að fá margfalt til baka það sem þeir greiddu fyrir kröfurnar og festa okkur Íslendinga í skuldafjötrum,“ segir hún að lokum á Facebook-síðu sinni í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert