„Stór hópur fólks stendur nú frammi fyrir alvarlegum vanda vegna þess að það skuldar of mikið í húsnæði sínu“, segir Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir Guðlaugur þennan vanda ekki einungis tilkominn vegna bankahrunsins heldur erum við að súpa seyðið af áherslum ríkisvaldsins í húsnæðismálum undanfarna áratugi og vanhugsaðri innkoma bankanna á húsnæðislánamarkaðinn.
Þingmaðurinn segir stöðuna afleita og sé í sinni einföldustu mynd þessi: „Kaupmáttur fólks hefur lækkað mikið, raunvirði og jafnvel nafnvirði eigna á mörgum stöðum sömuleiðis, en raunvirði lána staðið í stað og nafnvirði þeirra hækkað. Þeir sem hafa fengið lækkun á sínum lánum eru þeir sem tóku lán sem hafa verið dæmd ólögleg. Ekki sér þó enn fyrir endann á þeim málum m.a. vegna aðgerða og aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar“.
Þeir sem fengu lán á árinu 2008 hafa farið langverst út úr hruninu, segir Guðlaugur Þór. „Eini aðilinn sem lánaði til íbúðarhúsnæðis á því ári var Íbúðalánasjóður. Sjóðurinn var á ábyrgð þáverandi félagsmálaráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur“.