Spáð er norðanillviðri á landinu fram á laugardagskvöld, en fer síðan batnandi. Stórstreymt er um þessar mundir, þ.a. hætt er við að sjógangur verður mikill við norðurströndina.
Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Akureyri er nokkur snjór í bænum en byrjað var að ryðja snemma. Nokkur vindur er í bænum og kalt.
Veðurstofan varar enn við stormi.
Í dag er spáð norðan- og norðaustanátt, víða 18-23 m/s og snjókomu eða éljum, en yfirleitt þurrt á suður- og suðvesturlandi. Norðan 20-28 m/s austanlands í kvöld. Frost 0 til 5 stig.