Allt stefnir í verkbann

Verði verkbann stöðvast útgerð og fiskvinnsla.
Verði verkbann stöðvast útgerð og fiskvinnsla. mbl.is/reuters

„Það þarf ekki að hafa um þetta mörg orð. Það ber allt á milli í viðræðunum. Öllum okkar kröfum hefur verið hafnað. Fundurinn var því árangurslaus.“

Þetta segir Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, í Morgunblaðinu í dag um stöðu kjaraviðræðna við sjómenn eftir fund hjá ríkissáttasemjara í gær. Samningar urðu lausir 1. janúar í fyrra og stefnir í verkbann.

Ef af verkbanni verður stöðvast öll útgerð og fiskvinnsla innan vébanda LÍÚ og þar með stærstur hluti útgerðar og fiskvinnslu.

Kröfur sjómanna fela m.a. í sér að útgerðin bæti þeim upp að sjómannaafsláttur skuli hafa verið aflagður. Þá vilja sjómenn breytta verðmyndun á fiski við samninga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert