Allt stefnir í verkbann

Verði verkbann stöðvast útgerð og fiskvinnsla.
Verði verkbann stöðvast útgerð og fiskvinnsla. mbl.is/reuters

„Það þarf ekki að hafa um þetta mörg orð. Það ber allt á milli í viðræðunum. Öllum okk­ar kröf­um hef­ur verið hafnað. Fund­ur­inn var því ár­ang­urs­laus.“

Þetta seg­ir Ad­olf Guðmunds­son, formaður Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna, í Morg­un­blaðinu í dag um stöðu kjaraviðræðna við sjó­menn eft­ir fund hjá rík­is­sátta­semj­ara í gær. Samn­ing­ar urðu laus­ir 1. janú­ar í fyrra og stefn­ir í verk­bann.

Ef af verk­banni verður stöðvast öll út­gerð og fisk­vinnsla inn­an vé­banda LÍÚ og þar með stærst­ur hluti út­gerðar og fisk­vinnslu.

Kröf­ur sjó­manna fela m.a. í sér að út­gerðin bæti þeim upp að sjó­manna­afslátt­ur skuli hafa verið aflagður. Þá vilja sjó­menn breytta verðmynd­un á fiski við samn­inga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert