Ekki ráðinn til að grípa fjúkandi fólk

Mikið rok var við Höfðatorg í dag og líklega full …
Mikið rok var við Höfðatorg í dag og líklega full þörf á að ráða mann í vinnu til að grípa fjúkandi fólk. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ýmsar sögur hafa komist á flug í óveðrinu í dag eins og gengur og gerist, sumar sannar og aðrar ekki. Það mun t.d. ekki eiga við rök að styðjast að fasteignafélag nokkurt hafi ráðið mann í þeim tilgangi að grípa fjúkandi fólk við Höfðatorg í Reykjavík.

Mikið rok er við Höfðatorg og þar fauk kona í morgun og slasaðist illa. Starfsmaður fasteignafélagsins Eyktar var nálægur og aðstoðaði konuna.

Um svipað leyti bar að fólk sem einnig átti erfitt með að fóta sig í rokinu og fékk það sömuleiðis aðstoð frá þessum hjálpsama manni.

„En hann var ekki fenginn til þess að grípa fjúkandi fólk, eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum,“ segir talsmaður Eyktar. „Heldur var hann þarna að sinna sínum störfum og fór að aðstoða fólk, eins og flestir myndu gera í svona aðstæðum.“

Frá Höfðatorgi í dag.
Frá Höfðatorgi í dag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert