Festa niður þakplötur og lausa hluti

Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur þurft að sinna ýmsum verkefnum í dag vegna veðursins og hafa björgunarsveitarmenn aðallega verið í því að negla niður þakplötur sem farnar hafa verið að losna og festa niður lausa hluti sem farnar hafa verið af stað.

Flest verkefnin hafa verið minniháttar og yfirleitt hefur verið um að ræða þök sem hafa verið farin að láta á sjá.

Samkvæmt upplýsingum frá Björgunarfélaginu hafa íbúar bæjarins verið duglegir við að láta vita af því ef þeir hafa orðið varir við þakplötur sem farnar væru að losna eða lausa hluti sem komnir væru á ferð vegna veðursins.

Ekkert alvarlegt tjón hefur þó orðið vegna veðursins í Vestmannaeyjum samkvæmt upplýsingum mbl.is og engin meiðsl á fólki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert