„Guðfríður Lilja hefur verið mjög öflugur baráttumaður fyrir stefnumál Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og staðið með grunngildum Vinstri grænna,“ segir Jón Bjarnason, þingmaður VG, í tilefni af þeirri ákvörðun flokkssystur hans að bjóða sig ekki fram í næstu alþingiskosningum.
„Guðfríður Lija hefur tilkynnt ákvörðun sína og rökstutt hana. Mér finnst mjög gott að vinna með Guðfríði Lilju og skoðanir okkar og áherslur fara mjög saman.
Guðfríður Lilja hefur verið mjög öflugur baráttumaður fyrir stefnumál Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs og staðið með grunngildum Vinstri grænna. Þar vil ég sérstaklega nefna velferðarmálin, umhverfismálin og ekki síst Evrópusambandsmálin. Ég minni á baráttu hennar gegn fjárfestingaráformum Kínverjans, Huang Nubo. Hún er eindreginn andstæðingur inngöngu í Evrópusambandið og því ferli sem þar er í gangi.
Ég vísa að öðru leyti til yfirlýsingar Guðfríðar Lilju um þessa ákvörðun hennar,“ segir Jón.