Guðfríður Lilja stóð með grunngildunum

Jón Bjarnason alþingismaður.
Jón Bjarnason alþingismaður. Árni Sæberg

„Guðfríður Lilja hef­ur verið mjög öfl­ug­ur bar­áttumaður fyr­ir stefnu­mál Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs og staðið með grunn­gild­um Vinstri grænna,“ seg­ir Jón Bjarna­son, þingmaður VG, í til­efni af þeirri ákvörðun flokks­syst­ur hans að bjóða sig ekki fram í næstu alþing­is­kosn­ing­um.

„Guðfríður Lija hef­ur til­kynnt ákvörðun sína og rök­stutt hana. Mér finnst mjög gott að vinna með Guðfríði Lilju og skoðanir okk­ar og áhersl­ur fara mjög sam­an.

Guðfríður Lilja hef­ur verið mjög öfl­ug­ur bar­áttumaður fyr­ir stefnu­mál Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar- græns fram­boðs og staðið með grunn­gild­um Vinstri grænna. Þar vil ég sér­stak­lega nefna vel­ferðar­mál­in, um­hverf­is­mál­in og ekki síst Evr­ópu­sam­bands­mál­in. Ég minni á bar­áttu henn­ar gegn fjár­fest­ingaráform­um Kín­verj­ans, Huang Nubo. Hún er ein­dreg­inn and­stæðing­ur inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og því ferli sem þar er í gangi.

Ég vísa að öðru leyti til yf­ir­lýs­ing­ar Guðfríðar Lilju um þessa ákvörðun henn­ar,“ seg­ir Jón.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert