Jarðfræðistofnun Færeyja, Jarðfeingi, og Orkustofnun hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að kanna hagkvæmni þess að leggja sæstreng frá Íslandi til Færeyja.
Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, rafstreng til Færeyja áhugaverðan kost. Svonefndir léttstrengir gætu hentað til slíkrar orkusölu.