Ófært víða á Norðausturlandi

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Norðaustanlands er víðast hvar ófærð og stórhríð og beðið með mokstur vegna veðurs. Sömu sögu er að segja víðar af landinu.

Óveður er á Grindavíkurvegi, Vesturlandsvegi, Kjalarnesi, Mosfellsheiði, Gjábakkavegi, í Þrengslum og við Akrafjall. Það eru hálkublettir á Gjábakkavegi og í sunnanverðum Hvalfirði.

 Á Vesturlandi er ófært á  Bröttubrekku og Holtavörðuheiði. Hálka og stórhríð er í Svínadal og hálka og skafrenningur í Dölunum.  Á Vatnaleið er hálka og éljagangur og hálka og óveður á Fróðárheiði. Óveður er einnig á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Á Vestfjörðum er ófært á Klettshálsi, Gemlufallsheiði , Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum, Hrafneyrarheiði og Dynjandisheiði, einnig er ófært á Veiðileysuhálsi.  Í Reykhólasveit og í Kollafjörð er snjóþekja og stórhríð. Hálka og éljagangur er á Kleifaheiði og hálkublettir og éljagangur á Hálfdán og Mikladal. Snjóþekja og skafrenningur er í Önundarfirði, Súgandafirði og Ísafjarðardjúpi en hálka og stórhríð milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Þungfært er umhverfis Drangsnes.

 Á Norðvesturlandi er þungfært eða hálka og stórhríð í Húnavatnssýslum en snjóþekja og stórhríð í Skagafirði.  Ófært er á Vatnsskarði en snjóþekja og stórhríð á Þverárfjalli.

 Norðaustanlands er víðast hvar ófærð og stórhríð og beðið með mokstur vegna veðurs. Þó er snjóþekja og stórhríð í innanverðum Eyjafirði og  þæfingsfærð í Vopnafirði.

 Á Austurlandi er ófært á fjallvegum og víða  þungfært eða þæfingsfærð í byggð. Óveður er í Berufirði og Hamarsfirði.

 Á Suðaustur- og Suðurlandi er óveður við Lómagnúp, undir Eyjafjöllum í Öræfum og í Lóni. Hálkublettir eru frá Kvískerjum að Vík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka