Ófært víða á Norðausturlandi

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Norðaust­an­lands er víðast hvar ófærð og stór­hríð og beðið með mokst­ur vegna veðurs. Sömu sögu er að segja víðar af land­inu.

Óveður er á Grinda­vík­ur­vegi, Vest­ur­lands­vegi, Kjal­ar­nesi, Mos­fells­heiði, Gjá­bakka­vegi, í Þrengsl­um og við Akra­fjall. Það eru hálku­blett­ir á Gjá­bakka­vegi og í sunn­an­verðum Hval­f­irði.

 Á Vest­ur­landi er ófært á  Bröttu­brekku og Holta­vörðuheiði. Hálka og stór­hríð er í Svína­dal og hálka og skafrenn­ing­ur í Döl­un­um.  Á Vatna­leið er hálka og élja­gang­ur og hálka og óveður á Fróðár­heiði. Óveður er einnig á sunn­an­verðu Snæ­fellsnesi.

Á Vest­fjörðum er ófært á Kletts­hálsi, Gem­lu­falls­heiði , Stein­gríms­fjarðar­heiði, Þrösk­uld­um, Hraf­n­eyr­ar­heiði og Dynj­and­is­heiði, einnig er ófært á Veiðileysu­hálsi.  Í Reyk­hóla­sveit og í Kolla­fjörð er snjóþekja og stór­hríð. Hálka og élja­gang­ur er á Kleif­a­heiði og hálku­blett­ir og élja­gang­ur á Hálf­dán og Mikla­dal. Snjóþekja og skafrenn­ing­ur er í Önund­arf­irði, Súg­andafirði og Ísa­fjarðar­djúpi en hálka og stór­hríð milli Ísa­fjarðar og Súðavík­ur. Þung­fært er um­hverf­is Drangs­nes.

 Á Norðvest­ur­landi er þung­fært eða hálka og stór­hríð í Húna­vatns­sýsl­um en snjóþekja og stór­hríð í Skagaf­irði.  Ófært er á Vatns­skarði en snjóþekja og stór­hríð á Þver­ár­fjalli.

 Norðaust­an­lands er víðast hvar ófærð og stór­hríð og beðið með mokst­ur vegna veðurs. Þó er snjóþekja og stór­hríð í inn­an­verðum Eyjaf­irði og  þæf­ings­færð í Vopnafirði.

 Á Aust­ur­landi er ófært á fjall­veg­um og víða  þung­fært eða þæf­ings­færð í byggð. Óveður er í Beruf­irði og Ham­ars­firði.

 Á Suðaust­ur- og Suður­landi er óveður við Lómagnúp, und­ir Eyja­fjöll­um í Öræf­um og í Lóni. Hálku­blett­ir eru frá Kvískerj­um að Vík.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert