Sinntu útköllum í stað sölu á Neyðarkalli

Neyðarkallar að störfum í dag
Neyðarkallar að störfum í dag

Hundruð sjálfboðaliða björgunarsveitanna ætluðu að taka þátt í einni mikilvægustu fjáröflun Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þess í stað sá óveður það er gekk yfir landið björgunarsveitarfólki fyrir öðrum verkefnum en um 400 aðstoðarbeiðnum hefur verið sinnt af björgunarsveitarfólki um land allt það sem af er degi.

Það má því segja að veðrið hafi teppt Neyðarkalla í að komast réttar hendur, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu.

„Vonandi kemur það ekki að sök og vonast Slysavarnafélagið Landsbjörg til þess að landsmenn taki vel á móti sjálfboðaliðum félagsins þegar þeir bjóða Neyðarkallinn á morgun.

Enn eru hundruð björgunarsveitamanna að störfum í óveðrinu víða um land og á meðfylgjandi myndum má sjá dreifingu þeirra kl. 17:00 í dag eða með öðrum orðum Neyðarkalla að störfum,“ segir í tilkynningu.

Hér er hægt að skoða myndir frá Akureyri þar sem Neyðarkallinn var seldur í vonskuveðri.

Björgunarsveitarmenn í Vestmannaeyjum í nóvember 2012.
Björgunarsveitarmenn í Vestmannaeyjum í nóvember 2012. Ljósmynd/Arnór Arnórsson
Neyðarkallar að störfum á höfuðborgarsvæðinu í dag
Neyðarkallar að störfum á höfuðborgarsvæðinu í dag
Björgunarsveitarfólk að selja Neyðarkallinn á Akureyri í dag.
Björgunarsveitarfólk að selja Neyðarkallinn á Akureyri í dag. Vefur Þorgeirs Baldurssonar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert