Von á 55 m/s í hviðum í dag

Veður­stof­an var­ar við norðan vonsku­veðri á öllu land­inu næsta sól­ar­hring. Bú­ast má við norðan­stormi með vind­hraða á bil­inu 20-28 m/​s um allt land og mjög hvass­ar vind­hviður, allt að 55 m/​s, við fjöll, einkum á sunn­an­verðu land­inu frá Snæ­fellsnesi til Aust­fjarða. Spáð er tals­verðri ofan­komu á Norður og Aust­ur­landi í dag.

Ekk­ert ferðaveður verður næsta sól­ar­hring. Vind­ur fer að ganga niður á öllu land­inu um há­degi á morg­un, laug­ar­dag. Áfram verður þó víða hvasst fram á kvöld, en bú­ist er við að lægi veru­lega um land allt aðfaranótt sunnu­dags.

 Á höfuðborg­ar­svæðinu og ná­grenni er bú­ist við stormi í all­an dag, en dreg­ur lítið eitt úr vindi um há­degi á morg­un, laug­ar­dag. Læg­ir síðan aðfaranótt sunnu­dags.

 Fólk er því beðið um að fylgj­ast vel með veður­spám.

Sjá veður­vef mbl.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert