Deila um árangur í borginni

Jón Gnarr borgarstjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Jón Gnarr borgarstjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir. mbl.is/Eggert

89 milljóna króna tap verður á rekstri Reykjavíkurborgar í ár miðað við útkomuspá en í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir rekstrarafgangi upp á 329 milljónir. Á sama tíma hækka skatttekjur borgarinnar töluvert.

„Þetta sýnir að kerfið og umfang borgarinnar hefur aukist allt of mikið. Það hefði átt að innheimta lægri skatta og hafa kerfið umfangsminna. Það kallast ekki afrek að halda rekstrinum í horfinu með svona stórauknar skatttekjur,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, og tekur fram að hagræðingaraðgerðir meirihlutans innan stjórnsýslunnar séu ekki að skila árangri.

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar í borgarstjórn, gefur lítið fyrir umræðu um bólgnun stjórnsýslunnar. „Stórir kjarasamningar skýra aukinn launakostnað auk lífeyrisgreiðslna sem gjaldfærðar eru árlega þó þær komi til greiðslu á mörgum áratugum. Einnig tók borgin við málefnum fatlaðra árið 2011,“ segir Dagur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert