Ríflega 100 manns sóttu í dag ráðstefnu á vegum Landsbankans, Háskóla Íslands og Massachusetts Technology Leadership, sem fram fór á Háskólatorgi. Þátttakendur eiga það sameiginlegt að vera að hefja fyrirtækjarekstur eða þurfa aðstoð við að þróa rekstur sinn áfram.
Á ráðstefnunni, „Iceland Innovation UnConference,“ hittu þátttakendur bæði sérfræðinga úr atvinnulífi og háskólum, reynda frumkvöðla, forstjóra, hönnuði og fjárfesta. Tilgangurinn er að aðstoða sprotafyrirtæki á Íslandi við að ná betri árangri.
Fyrirkomulag ráðstefnunnar er sérstakt að því leyti að þátttakendur komu saman kl. 9 og mótuðu dagskrána í sameiningu. Hver og einn gat sett fram óskir um umræðuefni og á því raðað niður í nokkra tugi umræðuhópa. Þátttakendur gátu sömuleiðis bókað einkaviðtöl við leiðbeinendur. Þannig er byggt á virkri þátttöku í umræðum.
Að sögn Kristjáns Kristjánssonar upplýsingafulltrúa Landsbankans tókst vel til. Fjölmargir tóku til máls og óskuðu eftir umræðu um fjölbreytt efni, allt frá fjármögnun og markaðssetningu til landbúnaðar.