Frúin ekki haggast í óveðrinu

Ljósmynd/Jón Logi Þorsteinsson

Þær eru mismunandi aðferðirnar sem menn nota til að bjarga verðmætum í veðurofsanum sem nú gengur yfir landið. TF-FRU, vél Ómars Ragnarssonar, stendur á túni í landi Vestri-Garðsauka við Hvolsvöll.

Á meðfylgjandi myndum má sjá til hvaða ráða var gripið til að tryggja að vélin hreyfðist ekki úr stað í veðrinu og mun það hafa dugað til því vélin hefur ekki haggast.

Á bloggsíðu Ómars má sjá að hann fái reglulega símtöl frá myndsmiðnum og bóndanum á Garðsauka en einnig segir á bloggsíðunni að TF-FRU hafi ekki komið til Reykjavíkur í tvö ár.

Ljósmynd/Jón Logi Þorsteinsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert