„Hreinlegast væri að segja að við mættum búast við að hér yrðu höft næstu 7 til 10 árin með einhverjum formerkjum,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, og gagnrýnir þá óvissu sem fyrirtæki og fjárfestar búi við vegna gjaldeyrishafta.
Í viðtalinu fer Skúli vítt og breitt um sviðið, talar um pólitískt getuleysi stjórnvalda og að viðvarandi óvissa í umhverfi fyrirtækja og fjárfesta sé þeim erfið.
„Óvissan er verst fyrir fyrirtækin í landinu og fjárfesta almennt, ekki síst þegar leikreglum er breytt jafnóðum og jafnvel eftir á,“ segir Skúli. Hann segir WOW ætla að sækja um flugrekstrarleyfi innan tíðar.